Fyrri mynd
Næsta mynd

Hafa samband

Skilaboð
Nafn
Fyrirtæki / Félag
Email
Sími
Hafa samband með
email      síma

Notast er við cache (flýtiminni) í vafranum

SMALI xL 2 byggist á gagnvirku viðmóti. Því skiptir það öllu að notendur hafi beina tengingu við kerfið. Í flestum tilfellum getur notkun á cache valdið því að upplýsingar á valmyndum SMALA xL 2 eru ekki þær réttu - heldur upplýsingar úr eldri aðgerðum. Því skiptir það miklu máli að sleppa því að nota cache til að tengjast Internetinu.

Hvað er cache?

Cache er flýtiminni í vafranum þínum og býður upp á meiri hraða á efni sem þú sækir reglulega (s.s. fréttasíðum eins og mbl.is). Cache tekur í raun afrit af efninu sem þú ert að skoða ef þú skyldir vilja skoða sama efni aftur. Þetta þýðir að hraðinn verður meiri því ekki þarf að sækja efnið af netþjóninum í hvert sinn. En sá ókostur fylgir að þú hefur litla sem enga tryggingu fyrir því að að efnið sé það nýjasta. Almenna reglan er sú að ef notandi þarf að stóla á upplýsingarnar sem hann er að vinna með þá á viðkomandi ekki að nota cache.

Hvernig á að sleppa því að nota cache?

Að sleppa því að nota cache er mismunandi eftir vafra. Flestir vafrar eru með ítarlegan hjálpartexta en því miður er hann í flestum tilfellum á ensku. Til þess að finna út hvernig skuli sleppa cache í viðkomandi vafra er best að að nýta sér leit sem er oftast innbyggð í hjálpartextanum og slá inn orðið "cache" eða "Temporary Internet Files".

Cache SettingsLeiðbeiningar til þess að sleppa því að nota cache í Internet Explorer 6
Smelltu á Tools í vafranum og veldu þar af valmyndinni Internet Options. Nýr gluggi opnast og þar skalt þú velja flipann General. Á þeirri valmynd sem þar opnast skalt þú velja Settings (undir Temporary Internet files). Þar skalt þú merkja við Every visit to the page. (Smelltu á myndina hér til hliðar til þess að stækka hana.) Smelltu svo á Ok tvisvar. Í mörgum tilfellum þarf að slökkva á vafranum og starta svo aftur til þess að breytingarnar virki.