Fyrri mynd
Næsta mynd

Hafa samband

Skilaboð
Nafn
Fyrirtæki / Félag
Email
Sími
Hafa samband með
email      síma

IE10 - Cache – Flýtiminni – Cookies - Kökur

Flestir vafrar nota flýtiminni (e. cache) til þess að þurfa ekki að sækja sömu gögnin aftur og aftur. Þetta er sérstaklega gagnlegt þar sem nethraði er hægur eða þar sem borgað er eftir gagnamagn. Á hinn bóginn getur þetta valdið því að gögnin sem þú ert að skoða eru gömul eða jafnvel úrelt. Það eru ýmsar leiðir til þess að hunsa þetta flýtiminni þegar kemur að heimasíðugerð en það tryggir ekki að vafrinn nýti sér þá uppsetningu.

Einnig eru svona flýtiminni stundum hjá netþjónustufyrirtækjum eða í staðarnetum fyrirtækja.

Þegar kemur að gagnvirkum síðum, eins og til dæmis vefumsjónarkerfi byggjast oft á, þá er ráðlagt að slökkva á þessu flýtiminni í vafranum sjálfum eða í það minnsta hreinsa það reglulega.

Kökur eru skrár sem vafrinn hýsir í tölvunni þinni til þess að geyma upplýsingar sem tengjast viðveru þinni á heimasíðunni sem þú ert að skoða eða nota.
Hér eru leiðbeiningar hvernig hægt er að slökkva á flýtiminninu og eyða kökum í Internet Explorer 10.

Opnaðu Internet Options í vafranum.

IE10 - Internet options

Í flipanum General skaltu smella á Settings.

IE10 - Internet options settings

Þar skaltu merkja við Every time I visit the webpage.

IE10 - Website Data Settings

Því næst skaltu smella á Caches and databases og ganga úr skugga um að lénið þitt eða heimasíða sé ekki á listanum þar. Best er að hafa ekki merkt við Allow website caches and databases nema sérstaklega sé þörf á því fyrir ákveðnar heimasíður. Smelltu svo á OK.

IE10 - Caches and databases

Veldu því næst flipann Security og smelltu þar á Sites.

IE10 - Security

Þar skaltu ganga úr skugga um að lénið þitt eða heimasíða sé á listanum þar. Þetta er þó ekki nauðsynlegt.

IE10 - Trusted sites

Næst skaltu eyða kökunum (e. cookies) með því að fara í flipann General og velja þar Delete...

IE10 - Internet Options

Þar opnast gluggi þar sem merkja við það sem skal eyða. Best er að hafa ekki merkt við Preserve Favorites website data, en merkt við Temporary Internet files and website files og Cookies and website data. Smelltu því næst á Delete hnappinn og OK eftir þörfum. Þessi aðgerð getur tekið einhverjar sekúndur eða jafnvel mínútur. Þegar IE10 er búið að eyða þessum gögnum þá skaltu slökkva á honum (öllum gluggum) og ræsa hann að nýju.

IE10 - Delete Browsing History

Einnig er hægt er að eyða kökum og flýtiminni með því að ýta á F12 hnappinn á lyklaborðinu. Fara svo í Cache og smella þar á Clear browser cache for this domain... og Clear cookies for domain. En það er bara tímabundin aðgerð.

IE10 - F12