Fyrri mynd
Næsta mynd

Hafa samband

Skilaboð
Nafn
Fyrirtæki / Félag
Email
Sími
Hafa samband með
email      síma

Breyta möppu / Ný mappa

Sama valmynd er hvort sem þú ert að breyta möppu eða búa til nýja.

Heiti möppu

Heiti möppunnar er nánast engu takmarki háð, nota má bæði séríslenska stafi sem og stafi úr öðrum tungumálum. Jafnframt er leyfilegt að nota bil, sviga og gæsalappir svo eitthvað sé nefnt.

Lýsing

Hér skaltu rita eitthvað sem lýsir tilgangi eða innihaldi möppunnar. Þegar möppurnar eru margar þá er gott að hafa hér einhverjar leiðbeiningar svo skipulagið fari ekki úr skorðum.

Móðumappa

Ef þú vilt færa möppuna á milli staða í möpputrénu þá gerir þú það hér. Hér getur þú valið þær möppur sem er heimilt er að færa möppuna í.

Hámarksstærðir

Mappa (bytes)

Hér getur þú takmarkað stærð möppunnar í bætum (bytes). Slíkt getur verið þægilegt ef þú spara harðdiska plássið á vefþjóni þínum eða einfaldlega takmarka pláss hvers og eins notanda sem hefur aðgang að möppum. Ef þú hefur stærðina núll (0) í þessum reit þá þýðir það að engin takmörk eru til staðar.

Skrá (bytes)

Hér getur þú takmarkað stærð í bætum (bytes) hverrar skrár sem má fara í möppuna. Slíkt getur verið þægilegt ef þú halda stærð á skrám í lágmarki eða spara bandvídd. Ef þú hefur stærðina núll (0) í þessum reit þá þýðir það að engin takmörk eru til staðar.

Breidd myndar (pixels)

Hér getur þú stillt hámarks breidd í pixlum ef skráin er í JPEG eða PNG sniði. Ef þú hefur stærðina núll (0) í þessum reit þá þýðir það að engin takmörk eru til staðar.

Hæð myndar (pixels)

Hér getur þú stillt hámarks hæð í pixlum ef skráin er í JPEG eða PNG sniði. Ef þú hefur stærðina núll (0) í þessum reit þá þýðir það að engin takmörk eru til staðar.