Fyrri mynd
Næsta mynd

Hafa samband

Skilaboð
Nafn
Fyrirtæki / Félag
Email
Sími
Hafa samband með
email      síma

Rithamur

Rithamurinn getur verið á tvo vegu og fer það eftir því hvaða tegund af vafrara og stýrikerfi þú notar. Annars vegar er um að ræða ritþór sem líkist algengum ritvinnsluforritum (sjá gráu stikuna hér að neðan) og hins vegar staðlað box þar sem þú getur komið fyrir HTML-kóða. Að vinna í HTML-kóða byggir á þekkingu á HTML.

Valmynd ritþórs

 1. Vista
  Hnappur sem smella skal á til þess að vista síðuna. Gott er að gera það reglulega og frekar oftar en sjaldan. Gáfulegt er að eiga afrit af textanum sem þú ert að vinna með á eigin tölvu. Þannig að ef eitthvað kemur fyrir þá áttu alltaf afritið.
   
 2. Heiti síðu
  Hér getur þú breytt heiti síðunnar ef þörf er á.
   
 3. Útlitssnið
  Ef þú ert með CSS-skjal tengt við þennan vef (í gegnum kerfisgrúppu eða í stillingum þessarar síðu) þá birtast þær skilgreiningar hér í þessari fellivalmynd. Sérstaklega er mælt með því að nota þessar CSS skilgreiningar þar sem allt viðhald heimasíðunnar, sérstaklega ef hún er stór í sniðum, verður mun þægilegra og hraðara í sniðum.
   
 4. Leturgerð
  Hér getur þú breytt letrinu á þeim texta sem þú ert með valinn. Almennt er ekki mælt með því að blanda saman mörgum leturgerðum. Hafa ber einnig í huga að leturgerðin þarf að vera til í tölvu notandans sem heimsæki síðuna svo leturgerðin birtist rétt.
   
 5. Leturstærð
  Leturstærðir samkvæmt staðli HTML.
   
 6. Tegund
  Hér getur þú skilgreint hvort textinn sem er valinn sé hástærð, lágstærð eða fyrirsögn. Ef þú notar CSS útlitssnið (nr. 3) þá skaltu forðast að nota annað en há- og lágstærð af þessai valmynd. Fyrirsagnirnar hafa áhrifa á alla efnisgreinina.
   
 7. Feitletrun (bold)
  Gerir valinn texta feitletraðan. Flýtilykill fyrir þessa aðgerð er [Ctrl]+[b].
   
 8. Skáletrun (Italic)
  Gerir valinn texta skáletraðan. Flýtilykill fyrir þessa aðgerð er [Ctrl]+[i].
   
 9. Undirlínun
  Gerir valinn texta undirlínaðan. Flýtilykill fyrir þessa aðgerð er [Ctrl]+[u].
   
 10. Klippa (cut)
  Klippir valinn texta í burtu og geymir í klippiborði (clipboard) til límingar (paste) síðar, bæði í SMALA xL sem og í öðrum forritum í tölvunni þinni. Flýtilykill fyrir þessa aðgerð er [Ctrl]+[x].
   
 11. Afrita (copy)
  Afritar valinn texta og geymir í klippiborði (clipboard) til límingar (paste) síðar, bæði í SMALA xL sem og í öðrum forritum í tölvunni þinni. Flýtilykill fyrir þessa aðgerð er [Ctrl]+[c].
   
 12. Líma (paste)
  Límir texta úr klippiborði (clipboard) til límingar (paste) á þann stað sem ritbendillinn er í skjalinu (blikkandi | ) eða það sem er valið. Flýtilykill fyrir þessa aðgerð er [Ctrl]+[p].
   
 13. Afturkalla aðgerð (undo)
  Hér getur þú afturkalla síðustu aðgerð sem þú framkvæmdir, og svo næstu framkvæmd á undan því og svo koll af kolli, alveg þar til þú vistaðir síðast. Flýtilykill fyrir þessa aðgerð er [Ctrl]+[z].
   
 14. Endurkalla aðgerð (redo)
  Hér getur þú endurkallað aðgerð sem þú hefur afturkallað.
   
 15. Vinstri jafna
  Vinstri jafnar efnisgreinina þar sem ritbendillinn (blikkandi | ) er staðsettur eða allt það sem er valið.
   
 16. Miðja
  Miðjar efnisgreinina þar sem ritbendillinn (blikkandi | ) er staðsettur eða allt það sem er valið.
   
 17. Hægri jafna
  Hægri jafnar efnisgreinina þar sem ritbendillinn (blikkandi | ) er staðsettur eða allt það sem er valið.
   
 18. Númeralista
  Setur númer fremst í hverja efnisgrein. Athugaðu að greinamunur er gerður á nýrri línu ([Shift]+[Enter]) og efnisgrein ([Enter]).
   
 19. Punktalista
  Setur punkt fremst í hverja efnisgrein. Athugaðu að greinamunur er gerður á nýrri línu ([Shift]+[Enter]) og efnisgrein ([Enter]).
   
 20. Útdraga
  Færir efnisgreinina þar sem ritbendillinn (blikkandi | ) er staðsettur eða allt það sem er valið út fyrir annan texta.
   
 21. Inndraga
  Færir efnisgreinina þar sem ritbendillinn (blikkandi | ) er staðsettur eða allt það sem er valið inn fyrir annan texta.
   
 22. Lita bakgrunn texta
  Litar bakgrunn valins texta.
   
 23. Lita texta
  Litar letur þess texta sem valinn er.
   
 24. Setja inn tilvísun
  Setur tilvísun (link) á texta eða mynd sem valin er. Tilvísun birtist sjálfvirkt ef veffang eða netfang er skrifað beint inn (t.d. www.smali.is og smali@smali.is). Ef þú smellir hins vegar á setja inn tilvísun þá skaltu passa það sérstaklega að hafa slóðina rétt skrifaða (t.d. http://www.smali.is) og prófa hana jafnvel um leið á heimasíðunni þinni.
   
 25. Setja inn línu
  Hér getur þú sett inn staðlaða línu þar sem ritbendillinn (blikkandi | ) er staðsettur eða í stað þess sem er valið.


   
 26. Setja inn töflu
  Hér getur þú sett inn staðlaða töflu, skilgreint fjölda dálka og lína ásamt fleiru.

  Fyrsta lína Annar dálkur Þriðji dálkur
  Önnur lína Annar dálkur Önnur lína

   
 27. Setja inn sértákn
  Hér getur þú sett inn sértákn þar sem ritbendillinn (blikkandi | ) er staðsettur eða í stað þess sem er valið. Þessi sértákn eru:

        @ © ® ™ „ “ ~ ° • ‰ ¼ ½ ¾ » ± m³ m² 
   
 28. Setja inn mynd
  Smelltu hér til þess að setja inn mynd þar sem ritbendillinn (blikkandi | ) er staðsettur eða í stað þess sem er valið.
   
 29. Setja inn tilvísun í skrá úr gagnabanka
  Smelltu hér til þess að setja inn tilvísun í skrá úr gagnabanka þar sem ritbendillinn (blikkandi | ) er staðsettur eða í stað þess sem er valið.
    
 30. Hreinsa útlitsskilgreiningar
  Ef þú ert að líma (paste) texta úr til dæmis Word eða einhverju álíka þá getur verið sniðugt að smella á þennan takka því hann losar óæskilegan og íþyngjandi kóða sem fylgir gjarnan Word. Hafðu það þó í huga að ýmsar útlitsskilgreiningar geta horfið. Þessi aðgerð hefur áhrif á síðuna í heild sinni.
   
 31. Vinna í HTML-kóða síðunnar
  Smelltu hér ef þú vilt vinna í HTML-viðmóti. Að vinna í HTML-kóða byggir á þekkingu á HTML.