Fyrri mynd
Næsta mynd

Hafa samband

Skilaboð
Nafn
Fyrirtæki / Félag
Email
Sími
Hafa samband með
email      síma

Tenging IP tölu við notanda

Í SMALA xL 2 er hægt að tengja IP tölu við ákveðinn notanda. Þannig að ef tölva með ákveðna IP tölu sækir heimasíðuna þá fær sú tölva sjálfvirkt aðgang sem einhver ákveðinn notandi.

Þetta er gert með því að setja eftirfarandi breytu í smalixl_config.php skrána (í sama skráarsafni þar sem heimasíðan er hýst).

$input_settings['ip_user_id']['0.0.0.0'] = 0;

Í staðinn 0.0.0.0 setur þú IP tölu viðkomandi tölvu. Í staðinn fyrir 0 setur þú númer notandans.

Dæmi:

Segjum svo að þú notir heimasíðuna sem hluta af innraneti (intranet). Á innranetinu eru fjórar tölvur með fasta fjóra fasta starfsmenn, hver á sinni tölvu. IP tölur og notendanúmer þeirra eru:

192.160.0.1 (notandanúmer 2)
192.160.0.27 (notandanúmer 3)
192.160.0.97 (notandanúmer 4)
192.160.0.33 (notandanúmer 5)

Til þess að tengja IP tölu þeirra við ákveðinn notanda þá setjum við þessar breytur í smalixl_config.php skrána:

$input_settings['ip_user_id']['192.160.0.1'] = 2;
$input_settings['ip_user_id']['192.160.0.27'] = 3;
$input_settings['ip_user_id']['192.160.0.97'] = 4;
$input_settings['ip_user_id']['192.160.0.33'] = 5;

Í hvert sinn sem að viðkomandi tölva tengist heimasíðunni þá er notandinn sjálfvirkt skráður inn sem sérstakur notandi.

Athugið að þessi leið opnar aðgang tölvunnar að heimasíðunni og takmarkar ekki aðganginn við persónur! Þar af leiðandi hafa allir aðgang að innranetinu sem hafa aðgang að þeirri tölvu.