Fyrri mynd
Næsta mynd

Hafa samband

Skilaboð
Nafn
Fyrirtæki / Félag
Email
Sími
Hafa samband með
email      síma

IP tölu tilvísun

Í SMALA xL 2 er hægt vísa IP tölu á sérstaka slóð. Þannig að ef tölva með ákveðna IP tölu sækir heimasíðuna þá flyst sú tölva sjálfvirkt á ákveðna slóð (URL).

Þetta er gert með því að setja eftirfarandi breytu í smalixl_config.php skrána (sama skráarsafni þar sem heimasíðan er hýst).

$input_settings['ip_referred']['0.0.0.0'] = "http://www.tilvisun.is/einhversida.htm";

Í staðinn 0.0.0.0 setur þú IP tölu viðkomandi tölvu. Í staðinn fyrir "http://www.tilvisun.is/einhversida.htm" setur þú þá slóð (URL) sem að viðkomandi flyst á. Þetta getur verið gagnlegt ef þú vilt hindra aðgang viðkomandi að þinni heimasíðu og vilt flytja hann á aðra síðu.

Dæmi:

Ef þú vilt flytja tölvu með IP töluna 192.160.0.1 yfir á http://www.mbl.is í hvert sinn sem að tölvan heimsækir síðuna þína þá setur þú eftirfarandi breytu í smalixl_config.php skrána:

$input_settings['ip_referred'']['192.160.0.1'] = "http://www.mbl.is/";

Í hvert sinn sem að viðkomandi tölva tengist heimasíðunni þá er hún flutt sjálfvirkt á heimasíðuna http://www.mbl.is.