Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­u SMALA. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una.
Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
Hafa samband

Hafa samband

Skilabo­
Nafn
FyrirtŠki / FÚlag
Email
SÝmi
Hafa samband me­
email      sÝma

Hýsing
Hýsing

Öryggismál
Öryggismál

Uppsetning
Uppsetning

 

Saga SMALA

Sagan er ekki löng miðað við mannkynssöguna. Þetta byrjaði allt saman þegar Sumarliði Einar Daðason var að vinna heimasíður fyrir einstaklinga og fyrirtæki þegar Internetið var að ryðja sér til rúms. Erfitt var að fá forritara til þess að sinna hlutum sem tengdust gagnvirkum heimasíðum. Þetta var um árin 1997-1998.

Áður en langt var um liðið var fyrsta afurðin tilbúin sem bar heitið GagnaSmali.

GagnaSmali var frekar einföld útgáfa að vefumsjónarkerfi. Hægt var að setja inn fréttir, tilkynningar og eitthvað álíka í gegnum "gagnagrunn" sem byggðist á einföldum textaskrám. Þrátt fyrir einfaldleika þá var þetta allt hægt í gegnum Internet-viðmót (HTML) sem var bylting á þeim tíma.

Orðið SMALI var (og er) notað sem skírskotun í smölun gagna.

Á þessum tíma var Internetið ennþá að ryðja sér til rúms og fyrirtæki áttuðu sig á því hversu mikilvægt væri að setja efni á heimasíðu sína án þess að sérmennta starfsfólk sitt í heimasíðugerð. Það helsta var að geta sett inn fréttir á heimasíðurnar með sem einfaldasta móti. Upp úr því spratt FréttaSmali.

FréttaSmali gerði fólki kleift að setja inn fréttir ásamt myndum með einföldum hætti. Kerfið kostaði lítið miðað við tíðarandann. Innbyggt í kerfið var einfaldur myndabanki og heimildasafn. Þannig var hægt að upphala myndum og nota þær aftur og aftur án þess að snerta ljósmyndaforrit.

En tímarnir þróast og mennirnir með. Innan skamms var komin mikil eftirspurn eftir vefverslunarkerfum. Í kjölfarið var vefverslunarkerfi SMALA búið til.

Vefverslunarkerfi SMALA var með einföldu viðmóti en bauð upp á mikla möguleika. Allt kapp var lagt á að gera söluferlið sem einfaldast. Bæði fyrir viðskiptavini sem og starfsmenn verslunarinnar. Hægt var að upphala myndum, kynningarbæklingum og hreyfimyndum og tengja það við ákveðnar vörur.

Í kjölfarið kom sú krafa að geta sett inn og breytt heimasíðum í gegnum Internetið án þess að mennta sig í þeim efnum. Þetta var mikilvægt fyrir fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga sem vildu veita nytsamlegar upplýsingar um vöru eða þjónustu. Viðskiptavinir og aðrir fróðleiksfúsir notuðu Internetið sérstaklega til þess að fanga upplýsingar frekar en að ganga frá endanlegum kaupum. Og viti menn - SMALI xL varð til. xL þýðir í raun bara Extra Large sem á íslensku yfirfærist sérstaklega stórt. (Kerfið tekur þó lítið pláss á harða disknum.)

SMALI xL var tiltölulega einfalt í fyrstu en það bauð upp á ýmsa möguleika eins og ritham þar sem notendur gátu breytt heimasíðum sínum í "það-sem-þú-sérð-er-það-sem-þú-færð"-ham (WYSIWYG). Innbyggt var gagna- og myndabanki, aðgangsskráning og fljótleg uppsetning. En þar sem þetta var nýtt á nálinni þá var ýmislegt sem hægt var að endurbæta. Í kjölfarið voru tíðar uppfærslur og fór kerfið úr útgáfu 0.1 upp í 1.4 á innan við ár. Þróunin var ör og kröfur notenda um endur- og viðbætur miklar. Árið 2004 var SMALI xL tekið til gjörvallar endurskoðunnar og endurhannað. Úr þvi varð SMALI xL 2.

Eins og fyrr segir þá var SMALI xL 2 hannaður upp frá grunni út frá þeirri reynslu sem fengin var á undan. Vinnan við að hanna SMALA xL 2 tók tæplega þrefalt lengri tíma heldur en allar fyrri útgáfur til samans. Hver einasta lína var endurskrifuð með sveiganleika í huga. Hægt er að samtvinna kerfið við önnur kerfi og nota viðmót og aðgangsstýringu fyrir viðbætur sem eru unnar af þriðja aðila. Kerfið er þannig uppbyggt að uppfærslur kosta litla fyrirhöfn þannig að uppfærslur á SMALA xL 2 eru ókeypis. Áður en kerfið var gert opinberlegt þá var það í notkun á fjölda heimasíðna til prófunar. Einnig var sérstakur gaumur gefinn á því að gera kerfið eins öruggt og kostur væri án þess að fórna sveigjanleika þess.

SMALI 3 er nánast skrifað frá grunni þó það byggi að mestu á hugmyndafræði SMALA xl 2. SMALI 3 er byggður á jQuery, HTML5 og CSS3 ólíkt SMALA xl 2, enda var sú tækni ekki til þegar það kerfi var hannað. 

SMALI hefur þróast í þessa átt vegna fjölda tillagna og ábendinga frá viðskiptavinum og notendum SMALA.