Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­u SMALA. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una.
Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
Hafa samband

Hafa samband

Skilabo­
Nafn
FyrirtŠki / FÚlag
Email
SÝmi
Hafa samband me­
email      sÝma

Hýsing
Hýsing

Öryggismál
Öryggismál

Uppsetning
Uppsetning

 

Skilmálar 

Almennt

 1. Forsvarsaðili, eigandi og höfundur að SMALA er Sumarliði Einar Daðason, kt. 070473-5189. Hér eftir nefndur sem SED.
 2. SMALI er vöruheiti á þjónustu og hugbúnaði sem SED hannar, framleiðir eða býður til sölu í gegnum heimasíðuna smali.is.
 3. SMALI er heiti á vefumsjónarkerfi frá SED.
 4. Með verkkaupa er átt við þann aðila sem óskar eftir vöru, þjónustu eða vinnuframlagi af hálfu SED, hvort sem greitt er fyrir hana eður ei.
 5. Þegar talað er um verk í þessum skilmála er átt við það verk eða verkbeiðni, hverju sinni, sem verkkaupi óskar eftir að SED vinni fyrir sig.
 6. SED styðst við siðferðislög SÍA (samband íslenskra auglýsingastofa) og vinnur samkvæmt íslenskum höfundaréttarlögum. 
 7. Ekki er tekið á móti verkefnum sem eru andstæð lögum á Íslandi eða vinna gegn almennu siðferði. Vitneskja um grófleg brot á mannréttindum eða misnotkun á persónum er tilkynnt til yfirvalda.

Höfundaréttur

 1. SED ber ekki ábyrgð á meðhöndlun eða birtingu gagna eða efnis sem verkkaupi afhendir SED til notkunar í verk. Það sama gildir um tilvísanir í gögn eða efni til þriðja aðila þ.á.m. í heimasíður, prentað efni, ljósmyndir, tónlist o.s.frv. enda er gert ráð fyrir að notkun þess sé í samræmi við íslensk höfundaréttarlög. Öll ábyrgð varðandi notkun á efni er á hendi verkkaupa, enda gengið út frá því að verkkaupi hafi heimild til notkunar á því.
 2. SED ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða gagnvart verkkaupa né þriðja aðila vegna tafa á afhendingu verks af hálfu SED.
 3. Verkkaupi hefur ekki heimild til að nota verk fyrr en það hefur verið greitt að fullu eða um greiðslu hefur verið er samið.
 4. Verkkaupi má ekki nota verk í öðrum tilgangi en um það er samið í upphafi, að hluta til eða í heild sinni.
 5. Verkkaupa er óheimilt að framselja notkunarrétt á verki til 3ja aðila, nema um annað sé samið.
 6. SED hefur höfundarétt á öllum sínum verkum, hvort sem þau eru seld út eður ei, nema annað sé sérstaklega tilgreint. Almennt skal miðað við íslensk höfundaréttarlög.

Ábyrgð á verkum

 1. SED ber ekki ábyrgð á tjóni gagnvart verkkaupa né þriðja aðila sem kann að verða vegna villu eða skemmda á verki (t.d. stafsetningarvillur, litvillur, gagnavillur, flutningsskemmdir, breytingar eða aðrar skemmdir). Greiðsluskylda verkkaupa vegna umrædds verks gagnvart SED fellur ekki niður í slíkum tilfellum nema SED eigi alfarið sökina.
 2. Verkkaupi ber almennt ábyrgð á verki og því tjóni sem það kann að valda, eftir hann hefur samþykkt það í endanlegri mynd, gagnvart þriðja aðila, almenningi og íslensku lögum.
 3. SED geymir afrit af öllum fullunum verkum í tveimur eintökum sem staðsett eru á sitthvorum staðnum. Annað eintakið er að öllu jöfnu geymt í eldtraustu öryggishólfi fjarri hinu. SED ber þó ekki ábyrgð á því að endurgera verk glatist þau endanlega.

Trúnaður

 1. SED heldur fullum trúnaði gagnvart verkkaupa - bæði við vinnslu verkefna sem og óformlegum fyrirspurnum. Engin gögn eða vitneskja er afhent þriðja aðila nema verkkaupi óski sérstaklega eftir því.
 2. SED ber ekki skaðabótaábyrgð vegna stulds á gögnum, verkum eða trúnaðarupplýsingum vegna innbrota eða þjófnaðar í tölvukerfi eða starfsstöð SED. Slík brot eru kærð til lögreglu án undantekninga.

Verð og greiðsluskilmálar

 1. SMALI 3 kostar 36.169,- kr. fyrir utan 24% virðisaukaskatt sem bætist við verðið. Samtals 44.850,- kr. með virðisaukaskatti. Innifalið er uppsetning á vefþjóni. Stöðluð heimasíða fylgir með kerfinu.
 2. Útseld vinna í klukkustund í dagvinnu (milli kl. 9 og 17) á virkum dögum kostar 16.100,- kr. fyrir utan 24% virðisaukaskatt. Utan þess tíma, sem og á almennum frídögum, kostar vinna í klukkustund 28.980,- kr. fyrir utan 24% virðisaukaskatt. 24% virðisaukaskattur er lagður ofan á verðið. Lágmarks útseldur vinnutími er 15 mínútur.
 3. Gjalddagi er við verklok eða afhendingu verksins nema um annað sé sérstaklega samið. Eindagi er 7 dögum síðar. Sé ekki greitt fyrir eindaga bætast við dráttarvextir frá gjalddaga. Kostnaður vegna innheimtu fellur alfarið á verkkaupa.
 4. Almennt er veittur 10% staðgreiðsluafsláttur ef greitt er fyrir eða við verklok. Ekki er veittur staðgreiðsluafsláttur á tilboðum.
 5. SED áskilur sér rétt til þess að gjaldfella fyrir þann hluta vinnu sem þegar hefur verið inntur af hendi ef verkefni dreifist yfir óþarflega langan tíma af völdum verkkaupa eða 3ja aðila s.s. vegna skorts á ákvörðunartöku, gögnum, fjármagni eða tæknibilunar. Almennt er miðað við 15 daga drátt nema annað sé sérstaklega um samið. 

Akureyri 1. júlí 2017
Sumarliði Einar Daðason