Uppsetning á SMALAer tvíþætt. Annars vegar uppsetning á vefþjón (sjálft kerfið) og hins vegar samþætting eigin útlits við kerfið. Samþættingu við eigið útlit er hægt að sleppa þar sem stöðluð síða fylgir með kerfinu. En auðvita er skemmtilegra að notast við sitt eigið útlit.
Uppsetning SMALA er unnin af SMALA. Starfsmaður SMALA þarf því tímabundinn FTP-aðgang að vefþjóni á meðan kerfið er sett upp og hann staðfestir að allt virki eins og það á að gera. Þessi uppsetning tekur um það bil 15 mínútur ef engin tæknileg vandamál koma upp. Að öllu jöfnu koma ekki tæknileg vandamál upp en þau koma samt annars lagið. Oftast er það vegna aðgangsréttinda sem eru á ábyrgð Internethýsingaraðilans. Uppsetning á kerfinu er innifalin í verði kerfisins nema upp komi einhver stór vandamál. Að því loknu má loka fyrir FTP-aðgang starfsmanns SMALA að vefþjóninum. Óþarfi er að opna aðganginn aftur nema þörf sé á að uppfæra kerfið.
Starfsmaður SMALA hefur ekki aðgang að kerfinu eftir að búið er að setja kerfið upp. Ef lykilorð gleymist eða einhver vandamál koma upp þá þarf að veita starfsmanni SMALA FTP-aðgang að kerfinu að nýju til þess að laga það - kerfið er algjörlega læst óviðkomandi sem og starfsmönnum SMALA. Það eru engar bakdyr eða vöktun á kerfinu þar sem það er hýst því það starfar algjörlega einangrað á vefþjóninum.
Samþætting við eigið útlit getur tekið bæði skamman tíma og langan. Það fer allt eftir því hversu flókin hönnunin á heimasíðunni er. Með frekar einfalt útlit ætti slík vinna sjaldan fara yfir klukkutíma en þessi tími getur auðveldlega sligað upp í dagsverk eða svo.
Einfalt er að tengja SMALA við heimasíður. Búin er til ákveðin útlitssíða sem heitir default.php og á viðeigandi stöðum í síðunni eru ákveðnar breytur staðsettar (sjá nánar hér). Staðsetning þessara breyta segir til um hvar hver hlutur á að birtast á síðunni.