Netið er staður þar sem nánast ekkert er hægt að fela. Því skiptir það miklu máli að gera sér grein fyrir hversu auðveldlega upplýsingar (textar og myndir) geta dreift sér um netið án þess að hægt sé að hafa stjórn á því.
Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar börn eiga hlut í máli sem og einelti, bæði stórra og smáa. Ekki má heldur gera lítið úr viðskiptagögnum og höfundarrétti almennt.
Því er upplagt að hafa þennan dag í huga og jafnvel gefa sér tíma til þess að fræðast nánar um netöryggi á heimasíðunum saft.is og saferinternet.org.