Gerð var tölvuárás á vefsvæði Vodafones á Íslandi í gærkvöldi sem hefur meðal annars bitnað á viðskiptavinum sem hýsa síður sína hjá Vodafone. Svört skjámynd með skilaboðum birtist í staðinn fyrir rétta heimasíðu.
Vodafone á öryggisafrit af þeim gögnum sem eytt var út og unnið er í því að lagfæra þær skrár sem urðu fyrir barðinu á þessu. Talið er að hátt í 9.000 skrár hafi verið yfirritaðar með þessum hætti.
Þetta tengist ekki notendum sjálfum því árásin var gerð í gegnum varnir Vodafones, en ekki í gegnum aðgang notenda. Hins vegar er nauðsynlegt fyrir alla að passa vel upp á lykilorð og tryggja að utanaðkomandi aðilar hafi ekki aðgang að tölvugögnum sem eiga að vera læst.