Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­u SMALA. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una.
Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
Hafa samband

Hafa samband

Skilabo­
Nafn
FyrirtŠki / FÚlag
Email
SÝmi
Hafa samband me­
email      sÝma

Hýsing
Hýsing

Öryggismál
Öryggismál

Uppsetning
Uppsetning

 

Aðlagandi heimasíðuhönnun - Responsive Web Design

Í dag er fólk að nota snjallsíma, spjaldtölvur og sjónvörp fyrir utan borðtölvur, sem voru miklum meirihluta áður fyrr. Í mars 2017 var um 50,69% allra heimsókna í gegnum snjallsíma en fimm árum árum áður var þetta hlutfall aðeins 12%.Snjallsímar eru því búnir að "taka yfir" netið.

Sjá línurit sem sýnir þróunina síðastliðið ár (mars 2017)

Þetta kallar á breytta hugsun varðandi framsetningu heimasíðna, bæði hvað varðar útlit og innihald. Huga þarf að mismunandi skjástærðum og ekki síst mismunandi tengihraða og gagnamagni. Það er mikill munur á því að tengjast heimasíðu í gegnum borðtölvu, með góðri nettengingu og stórum skjá, og að tengjast í gegnum snjallsíma, með litlum skjá og misgóðri þráðlausri nettengingu.

Hvað er aðlagandi heimasíðuhönnun?

Aðlagandi heimasíðuhönnun (Responisive Web Design) er það þegar efni og innihald heimasíðunnar aðlagar sig að mismunandi skjástærð, bæði til þess að gera efnið aðgengilegt og til þess að lágmarka óþarfa gagnamagn.

Skjástærðin

Skjástærðir eru mældar í pixlum (pixels) á breidd og hæð, kallað skjáupplausn. Meirihluti borðtölva eru með skjáupplausn sem er 1280 x 1024 pixlar eða meira. Sjónvörp sem geta tengst Internetinu eru yfirleitt 1920 x 1080 pixlar. Snjallsímar eru yfirleitt frá 320 x 480 pixlum upp í 1440 x 2560 pixla (þeir allra nýjustu). Þó snjallsímarnir séu með 1440 x 2560 pixla upplausn þá er þar með ekki sagt að allt verði pínulítið á skjánum. Þeir nota bara meiri upplausn til þess að birta myndir þannig hún verður skýrari (ef myndin leyfir það). Þumalputtareglan er sú að venjulegir tölvuskjáir eru 96 dpi (punktar á tommu) en hágæða snjallsímar eru 300 dpi.

Stærðir ljósmynda, grafík og vídeó

Stafrænar ljósmyndir eru mældar í pixlum líka. Flestar myndavélar (og snjallsímar) í dag eru að lágmarki 2240 x 1680 pixlar (2 megapixel). Það eru ekki bara ljósmyndir sem eru mældar í pixlum heldur grafík og vídeó líka. Útlínuteikningar (vector) eru ekki mældar í pixlum og þær er hægt að stækka og minnka nánast endalaust.

Stærð í bætum og bandvídd

Öll grafík sem og önnur gögn taka pláss sem er mæld í bætum (byte). Dæmigerð ljósmynd sem er 2240 x 1680 pixlar getur verið 500 KB að stærð (ca. 500.000 bytes). Til þess að skoða slíka mynd í gegnum Internetið þá þarf að sjálfsögðu að flytja myndina frá vefþjóni yfir í tölvuna eða snjallsímann. Hraðinn á milli vefþjóns og tölvu er mældur í Megabits (Mbits). Flestar borðtölvur eru með háhraðatengingu (ADSL eða ljósleiðara) en snjallsímar þurfa oft að reiða sig á 3G eða 4G gagnatengingu. Það má segja að 500 KB ljósmynd taki um 5 sekúndur að hlaðast í snjallsíma í gegnum 3G samband, á meðan hún hleðst samstundis í gegnum háhraðatengingu. Fyrir utan tímaeyðsluna að birta óþarflega stórar myndir þá skiptir það einnig máli varðandi kostnað fyrir notanda. Í flestum tilfellum er rukkað fyrir gagnamagn og það getur orðið óþarflega kostnaðarsamt að opna heimasíður með alltof mikilli grafík (þ.m.t. of stórar ljósmyndir).

Samspil skjástærðar og upplausn ljósmynda

Það gefur augaleið að ljósmynd (eða grafík) sem er stærri en skjárinn nýtist illa. Því þarf oft að minnka upplausn á ljósmyndum áður en þær eru notaðar á heimasíðum.

Áhrif aðlagandi heimasíðu á leitarvélar

Leitarvélar eins og Google taka mið af því í leitarniðsturstöðu hvernig heimasíður koma út í snjallsímum. Ef síða uppfyllir ekki kröfur þeirra um vinalegt viðmót fyrir síma þá færist síðan neðar í leitarniðurstöðu. Hægt er að skoða hvort heimasíða uppfyllir staðla hjá Google með því að smella hér.