Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­u SMALA. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una.
Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
Hafa samband

Hafa samband

Skilabo­
Nafn
FyrirtŠki / FÚlag
Email
SÝmi
Hafa samband me­
email      sÝma

Hýsing
Hýsing

Öryggismál
Öryggismál

Uppsetning
Uppsetning

 

Vefumsjónarkerfi

Vefumsjónarkerfið hentar bæði stórum og smáum aðilum. Það er auðvelt að tileinka sér það því sérstök áhersla er lögð á einfaldleika þess. Þeir sem eru ekki mjög vanir tölvum geta byrjað að vinna í kerfinu á aðeins nokkrum mínútum. Með hjálpar-hnapp á hverri valmynd er auðvelt að finna leiðbeiningar á íslensku. Hægt að velja viðmót á íslensku og ensku með einum hnappi á meðan unnið er í kerfinu.

Aðgangsstýring með notendagrúppum

SMALI 3 býður upp á góða aðgangsstýringu sem er hliðstæð aðgangstýringum í stýrikerfum eins og Microsoft Windows. Hægt er að nota óteljandi notendagrúppur í kerfinu. Þessar notendagrúppur eru flokkaðar í fjórar tegundir. Tegundirnar eru: kerfisstjórar, stjórnendur, starfsmenn og viðskiptavinir. Grúppurnar er svo hægt að nota til þess að halda utan um s.s. félagaskrá, starfsmannalista og þess háttar og birta listana á heimasíðu.

Aðgangsstýringuna er hægt að nota til þess að skipta heimasíðunni í marga hluta. Þannig er hægt að hafa einn hluta heimasíðunnar opinn almenningi, annan fyrir starfsmenn, annan fyrir viðskiptavini og svo koll af kolli. Innan hverrar notendagrúppu er hægt að hafa ótakmarkaðan fjölda af notendum. Þó notandi tilheyri engri grúppu þá er alltaf hægt að veita honum sérstaklega aðgang að síðum eða greinum og skilgreina hvort hann hafi les eða skrifréttindi.

NotendagrúppurAllar aðgerðir innskráðra notenda í kerfið eru skráðar sérstaklegar ásamt IP-tölu og tíma. Þannig er hægt að rekja aðgerðir hvers og eins. Þetta á ekki við notendur sem skoða síðuna almennt en ef teljarinn er virkur þá er hægt að fylgjast með heimsóknir hvers sem og IP-tölu, tíma og fleiru.

Kerfisstjórnendur
Þegar notandi er í kerfisstjórnandagrúppu hefur hann aðgang að öllu kerfinu með fullum réttindum. Aðeins kerfisstjórnendur geta stjórnað aðgangsréttindum.

Stjórnendur
Stjórnendagrúppa hefur aðeins meiri réttindi en starfsmenn -ólíkt kerfisstjórum þarf að skilgreina hverju þeir hafa aðgang að.

Starfsmenn
Starfsmannagrúppur hafa minni réttindi en stjórnendur.

Viðskiptavinir
Viðskiptavinir hafa engin skrifréttindi - aðeins aðgangsréttindi þar sem aðgangur hefur verið skilgreindur. Þeir hafa engan aðgang að kerfinu sjálfu en þessi grúppa hentar vel til þess að veita aðgang að læstum hlutum heimasíðunnar svo sem umræðukerfi, skoðanakönnunum, síðum eða kaup í gegnum verslunarkerfi.

Allir
Allir er í raun ekki tegund af notendagrúppu, heldur öllu heldur skilgreining fyrir aðgang að heimasíðum. Ef merkt er við allir í aðgangi heimasíðunnar (hverri síðu fyrir sig) þá hafa allir aðgang að síðunni.

Veftré SMALA xL 2Eitt kerfi fyrir margar heimasíðu (lén)

Auðvelt (og ódýrt) er að bæta við heimasíðum þannig að kerfið getur þjónað mörgum mismunandi heimasíðum (lénum) þó þær séu vistaðar á mismunandi vefþjónum.

Veftré

Veftré SMALA 3 sýnir uppbyggingu heimasíðunnar með svipuðum hætti og möppur í Microsoft Windows. Til þess að vinna með síðu er hún einfaldlega valin með því að smella á hana. Notendur, aðrir en kerfisstjórar, hafa aðeins aðgang að þeim síðum sem þeir hafa sérstaklega skilgreindan aðgang að.

Miðlægur mynd- og gagnabanki

Mynd- og gagnabanki virkar eins og möppur í Microsoft Windows XP. Hver mappa er opnuð einfaldlega með því að smella á hana. Í hverri möppu er hægt að vista ótakmarkaðan fjölda skráa (til dæmis myndir, ritvinnsluskjöl, tónlist, hreyfimyndir, html eða PHP skjöl). Hægt er að takmarka aðgang hvers notanda eða hverrar notendagrúppu við les- eða skrifréttindi. Notendur, aðrir en kerfisstjórar, hafa aðeins aðgang að þeim síðum sem þeir hafa sérstaklega skilgreindan aðgang að.

Leitarvél

Leitarvélin leitar einungis í þeim síðum sem notandinn eða gesturinn hefur aðgang að. Leitarvélin virkar bæði inn í kerfinu sjálfu sem og á heimasíðunni sem keyrir á SMALA xL 2.

 

Rithamur fyrir heimasíður

Rithamurinn svipar til Microsoft Word. Það sem þú skrifar eða setur inná heimasíðuna birtist þér í ritham eins og það kemur til með að birtast á heimasíðunni. Með einföldum hætti er hægt að setja inn myndir eða eða tilvísun í skjöl beint úr mynda- og gagnabankanum.

Ítarlegar stillingar fyrir hverja síðu

Boðið er uppá sér stillingar fyrir hverja og eina síðu sem og alla heimasíðuna í heild. Þannig er hægt að gefa síðum ákveðinn eiginleika, til dæmis sérstakar útlitsstillingar, tengja við fréttir, félagaskrá, mynda- og gagnabanka svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta er gert á einfaldan hátt.